27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Nr. 30

Ég horfði á skuggana dansa
á bláhvítum veggnum
þeir tókust í hendur
og kunnu sér ekkert hóf

Ég horfði á laufblöðin fljúga
fannhvíta fugla
sem hurfu í sólarátt.

Og bros þitt brann eins og eldur
blossandi bál
þegar ég spurði:

Mun ég nokkurn tíma
geta fyrirgefið þér ?


Ljóð eftir Ingibjörgu

Nr. 30 (2004-07-08)
Án titils
Nr. 18
No. 26
Nr. 13 (2005-08-02)
Nr. 75


[ Til baka í leit ]