24. október 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Nr. 18

Ég þarf ekki að eiga fjöllin
og flytja þau með mér hvert sem ég fer

Ég sætti mig við að skilja þau eftir
á sínum stað og ganga í burtu

Ég þarf ekki að eiga ákveðna mynd
sem segir mér hver ég er

Ég sætti mig við að breytast
eins og skugginn á veggnum.

Ég þarf ekki að eiga sannleikann
skrifaðan niður á blað.

Ég sætti mig við að þekkja
mun ljóss og myrkurs

og innst inni veit ég
veit að það er satt
að orð skipta ekki lengur máli.


Ljóð eftir Ingibjörgu

Nr. 30 (2004-07-08)
Án titils
Nr. 18
No. 26
Nr. 13 (2005-08-02)
Nr. 75


[ Til baka í leit ]