23. september 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Komst til mín

Með hjarta úr gulli þú gekst í mitt líf
Með gleði og brosandi varir.
Á skýi úr vonum við hlið þér ég svíf
Og vona að aldrei þú farir.

Fyrir þig skal ég berjast, blæða og þjást
Berjast í minningu þína
Vertu mér kærust og kenndu mér ást,
Ást sem að aldrei mun dvína.

Loginn í hjarta, mér lýsandi bál
Ljóð mitt það ávallt mun geyma.
Fegurst mér þykir þín saklausa sál,
Sú sem ég aldrei mun gleyma.


Ljóð eftir Þórð Sveins

Lifir ást að handan?
Þú.
Faðmlag
Friends for ever and even longer
Stjörnuhrap
Komst til mín
Magnað hvernig allt er hægt


[ Til baka í leit ]