Er frelsið falið í þeim hlutum
sem maður hefur eitt sinn átt.
Er það stundirnar sem við nutum
eða þegar við skildum sátt.
Er frelsið að takmörkum sínum að ná
eða salt yfir sárin strá.
Er það sem er okkur best
eða kannski að sjá góðverkin flest.
Frelsið munu allir finna
bara ef þeir afþví leita.
Þá er sko til mikils vinna
og mörgum brögðum hægt að beita.
|