5. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
11. sálmur

Um afneitun Péturs

1.
Guðspjallshistorían getur
gripinn þá Jesús var,
allir senn, utan Pétur,
yfirgáfu hann þar
og lærisveinn einn annar
álengdar gengu hljótt
herrans hryggðarbraut sanna.
Harla dimmt var af nótt.

2.
Kaífas kennimanni
kunnugur lærisveinn
inn gengur ört með sanni,
úti stóð Pétur einn.
Ambátt upp ljúka beiðir,
ókenndan Petrum þá
í forsal til lýðsins leiðir.
Lærdóm hér finna má.

3.
Krossferli að fylgja þínum
fýsir mig, Jesú kær,
væg þú veikleika mínum
þó verði ég álengdar fjær.
Þá trú og þol vill þrotna,
þrengir að neyðin vönd,
reis þú við reyrinn brotna
og rétt mér þína hönd.

4.
Koleld, því kalt var næsta,
kveikt hafði þrælalið,
Pétur með sturlun stærsta
stóð hjá þeim logann við.
Ambátt hann ein sprogsetti,
af sér það heyra lét:
Mun þessi mann, hún frétti,
með Jesú af Nasaret?

5.
Hann neitar hratt að bragði,
hræddur við orðin byrst,
þann sig ei þekkja sagði,
þá gól nú haninn fyrst.
Ætlar sér út að rýma,
önnur þerna hann sá,
talar í annan tíma
til þeirra er stóðu hjá:

6.
Frá Nasaret nú er þessi
nýkominn Jesú með.
Hinna geð trúi ég það hvessi,
hver maður spyrja réð:
Ertu einn af hans sveinum?
Enn Pétur neita vann,
sagði með eiði einum:
Aldrei þekkti ég hann.

7.
Þriðja sinn þar til lögðu
þjónar Kaífas bert.
Málfærið, sumir sögðu,
segir til hver þú ert.
Frændi Malkus réð mæla:
Mundi ég þig ekki sjá,
get ég síst grun mig tæla,
í garðinum Jesú hjá?

8.
Pétur með bljúgu bragði
bráðlega sagði nei,
sór sig og sárt við lagði,
svoddan mann þekkti hann ei.
Glöggt þegar gjörðist þetta,
gól haninn annað sinn.
Síst mátti sorgum létta,
sút flaug í brjóstið inn.

9.
Sál mín, þér fári forða,
freklega hættu síst
án leyfis drottins orða,
óstyrkt er holdið víst.
Þykistu stöðugt standa,
stilla þinn metnað þarft.
Hver sér vogar í vanda
von er sá falli snart.

10.
Áður í aldingarði
óhræddur Pétur var.
Karlmennskuhugurinn harði
hans sig auglýsti þar.
Auðvirð ambátt hann hrelldi,
of mjög því skelfast vann,
frá sannleik síðan felldi.
Sama þig henda kann.

11.
Koleldi kveiktum jafnast
kitlandi veraldarprjál.
Þrælar syndanna safnast
saman við lostabál,
fullir með fals og villu.
Forðastu þeirra glys.
Ætíð er með þeim illu
einföldum búið slys.

12.
Ambátt með yggldu bragði
er þessi veröld leið,
mörgum meinsnöru lagði,
mjög á spottyrðin greið.
Þýið með þrælum sínum
þjóna Guðs lastað fær.
Styrk mig með mætti þínum
mót henni, drottinn kær.

13.
Eftir afneitun eina
út vildi Pétur gá.
Hugði hann braut sér beina
búna þeim solli frá.
Þá kom eitt öðru verra,
umkringdu þrælar hann,
af sór sinn sæla herra
sér og formæla vann.

14.
Hægt er hverjum að stofna
í hættu og vanda spil,
forvitnisdælskan dofna
dregur þar margan til.
Ógæfugildran þrönga
greip þann hún kunni að ná,
útkomuvon fékk enga.
Að því í tíma gá.

15.
Oft má af máli þekkja
manninn hver helst hann er.
Sig mun fyrst sjálfan blekkja
sá með lastmælgi fer.
Góður af geði hreinu
góðorður reynist víst.
Fullur af illu einu
illyrðin sparar síst.

16.
Hryggileg hrösun henti
heilagan drottins þjón,
syndin mjög sárt hann spennti,
sálar var búið tjón.
Hvað mun ég máttarnaumur
mega þá standast við,
vangætinn, vesæll og aumur,
vélum og hrekkjasnið?

17.
Í veraldar vonskusolli
velkist ég, Jesú, hér.
Falli það oft mér olli,
óstöðugt holdið er.
Megnar ei móti að standa
mín hreysti náttúrleg.
Láttu þitt ljós og anda
leiða og styrkja mig.

.................Amen
Orðskýringar: dælska: dirfska gá: ganga snart: skjótt snið: aðferð, háttur, viðleitni sprogsetja: ávarpa, yrða á sút: sorg


Ljóð eftir Hallgrím Pétursson

Móðurmálið (2002-01-02)
50. sálmur
1. sálmur
2. sálmur
3. sálmur
4. sálmur
5. sálmur
6. sálmur
7. sálmur
8. sálmur
9. sálmur
10. sálmur
11. sálmur
12. sálmur
13. sálmur
14. sálmur (2002-05-22)
15. sálmur
16. sálmur
17. sálmur
18. sálmur
19. sálmur
20. sálmur
21. sálmur
22. sálmur
23. sálmur
24. sálmur
25. sálmur
26. sálmur
27. sálmur
28. sálmur
29. sálmur
30. sálmur
31. sálmur
32. sálmur
33. sálmur (2006-07-04)
34. sálmur
35. sálmur
36. sálmur
37. sálmur (2004-04-11)
38. sálmur
39. sálmur
40. sálmur
41. sálmur
42. sálmur
43. sálmur
44. sálmur
45. sálmur (2002-03-29)
46. sálmur
47. sálmur
48. sálmur
49. sálmur
Heilræðavísur (2003-02-02)
Allt eins og blómstrið eina (2003-09-13)
Ölerindi (2004-07-23)
Um dauðans óvissu tíma (2005-08-31)


[ Til baka í leit ]