9. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Óður til æskustöðva

Mér er alltaf mikils virði
að mega geyma fagran sjóð
björt er sól í Bitrufirði
bjart er yfir æskuslóð.

Lék ég mér sem lítill strákur
labbað var þá upp á brún
eða líkt og fimur fákur
frjáls ég hljóp um fjöll og tún.

Lífið var mér létt í spori
ljúfu æskuárin góð
allt varð þá að einu vori
ættjörð þér ég syng mín ljóð.

Minningar sem gleði geyma
gleðja augun tindar,skörð
þar sem ljúfar lindir streyma
og líða hljótt í Bitrufjörð.Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi (2007-09-17)
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu. (2010-11-25)
Óður til æskustöðva (2008-10-08)
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi (2009-01-26)
Til mömmu
Tryggðarbönd
Minning.
Tréð mitt í garðinum (2008-05-20)
Nýtt líf
Jólavísa (2006-12-13)
Hjá þér ríkur ég er
Betra Líf
Hugleiðing sjóarans
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra (2010-03-26)
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn (2011-10-20)


[ Til baka í leit ]