Í Skálateig koma oft góðir gestir
og gleðjast með okkur um stund
en Inda og Bessi eru þeir bestir
sem borið hafa lengi á minn fund.
Þau byrjuðu að skrúbba og skrapa
og skrautlegri málningu að sletta
og síðan fékk ég talsvert að tapa
er ég tók við þau briddsrimmu létta.
Ég bið þeim blessunarinnar
og ber þeim þakkir að lokum
en tár munu koma á kinnar
og kannski grátekki í rokum.
|