10. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hver skyldi gráta á morgun ?

Ég labba niður fjölfarna götuna,
horfi í kring um mig,
læt sem ég sé til.

Enginn sér mig,
ég sé ekki neinn,
ég er ekki til.

Til hvers ert þú þarna,
þú sem grætur handan götunnar
í óhreinum fötum,
aleinn,
alveg eins og ég.

Ég labba áfram flott,
á fínum hælum,
sárfætt,
en læt eins og ekkert sé.

Hver skyldi gráta á morgun ?
Tvína
1952 -Ljóð eftir Tvínu

Hver skyldi gráta á morgun ?
Um ósanngirnina


[ Til baka í leit ]