Hann vildi farga stóðinu og fylfullri meri
fyrir þann rauða sem um veginn gekk!
Ingólfur sagði: "Ég kaupin ekki geri,
en auðvitað skil ég þinn góða smekk!"
Grunar menn að Þórður hafi verið í víni
vonlaus um það lán að eignast góðan hest!
Enginn þarf að halda að slíkt sé gert í gríni!
En gefa Ólgu mína í kaupbæti tel ég reyndar best!
“Ég hef alltaf staðið mitt splitt,
þa´ þí´ir ekkert anna´!"
"Þitt var mitt og mitt var þitt,"
má þetta dæmið sanna!
|