16. september 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Saman

Við liggjum í rúminu
saman í myrkrinu
glugginn er opinn
og úti er hljótt
við kyssum og káfum
ég bít af þér eyrað
og toga í hárið
en æi, þú tárast
farðu ekki gráta
það má ekki gráta
ég segi og síðan
ég kroppa úr þér augun
og rúlla svo augunum
niður á maga
eins og tveim litlum eggjum
sérðu mig? spyr ég
þú brosir og svarar
- ég sé ekki neitt.


Við hlæjum og síðan
þú stendur á fætur
og syngur og syngur
svo fallega syngur
ég kasta í þig augunum
tveim litlum eggjum
svo dönsum við saman
á meðan þú syngur
við dönsum og dönsum
í myrkrinu inni
en glugginn er opinn
og úti er hljótt.
Úr Ást og appelsínum


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman (2004-10-01)
Súkkulaðikakan (2007-02-05)
Pappírshjörtu (2007-03-24)
2. (2005-04-02)
Draumurinn (2005-10-22)
Sjálfsmorð (2007-07-25)
Manstu (2007-05-27)
Mynd (2007-08-01)
Í þögn
Á grein
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann (2007-07-29)


[ Til baka í leit ]