5. mars 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Flísasprengja

Sundurskotið höfuð
unga drengsins
lafir friðsælt

örlítið á skjön
við líkama hans

Heitur vindurinn
bærir blóðstorkið hár hans
Þar sem hann situr
enn á þríhjólinu

Heldur dauðahaldi í stýrið
Eins og hann óttist að detta


Ljóð eftir Sölva Fannar

Samskipti kynjanna
Þyrnar rósarinnar
Maðurinn (2006-08-24)
Tunglið
Trú
Ferðalag
Stríð
Flísasprengja (2007-11-12)
Örverur
Heilindi
Hún
Móðurjörð (2005-04-04)


[ Til baka í leit ]