5. mars 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Heilindi

orð þín
í tíma töluð

þínum tíma

tilveran er fléttuð úr óendanlegum fjölda smáatriða
hugsunum
orðum og athöfnum
sem mynda saman fínofinn
ósýnilegan vef
sem er líf okkar

vefinn getum við einungis séð
með því að stíga
út úr okkur sjálfum

út úr vefnum

og píra “augun” á ákveðinn hátt

ef vefurinn er heill
er allt í lagi

orð mín
í tíma töluð

mínum tíma

er vefur okkar heill?


Ljóð eftir Sölva Fannar

Samskipti kynjanna
Þyrnar rósarinnar
Maðurinn (2006-08-24)
Tunglið
Trú
Ferðalag
Stríð
Flísasprengja (2007-11-12)
Örverur
Heilindi
Hún
Móðurjörð (2005-04-04)


[ Til baka í leit ]