14. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Við veginn.

Blóðrauð dvaldi hún
í sinnu minni
nótt

og strauk orðfingrum
litdaufa vanga

ég lauk upp augum
leit en sá ekki nóttina
fyrir myrkri.

að morgni reis bláklukka
á vegi einum
og ég dró mig að henni

viðjar álaga bundu
líkama ferðlúinn

ég sat þar og hlustaði á vind
eyðimerkur svartrar
uns jurtin visnaði.

hvíta fjöður bar að
og endaði í opnum
lófa

hvellt gá sjakala
kolsvartur ljár í huga mér

-er komið að því, spurði ég

með fjöðrina
elti ég sjakalann
dauðadjúpt í eyðimörkinni

blóðrauð nótt og bláklukka
bíða mín enn
við veginn.


Ljóð eftir Þorstein Mar

Við veginn. (2006-07-25)


[ Til baka í leit ]