26. janúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ekkert svar

Ég vil ei vera svona,
ég vil lifa lífinu og vona.
Ekki þurfa að kveljast út af ást
og ekki láta á mér sjást.

Að leita er erfitt og finna einn er hart
En að elska allt sitt líf er mjög einfalt.

Það skyldi engann undra,
að ef ástarmálum ég splundra.
Þá er það mín eina sterka hlið,
því ég get aldrei hikað eða staldrað við.

Mig langar ekki að sofa eða vaka,
tilfinningar láta til sín taka,
Hjartað tekur kipp og stress og kvíði,
innantekinn sársauki og svíði.

Ég skil ekki af hverju allt er svo skrítið
Og í heiminum er ég svo pínulítil.

Það eru kannski fleiri eins og ég,
sem spá í öllu og hvernig lífið er.
Af hverju eru þessir svona?
Og að ég skuli vera sköpuð kona?

Þetta er heimsins versta spurning,
og flestum finnst ég bara vera eitthvert dingling.
En að kunna ekki að tjá sig getur verið sárt,
það gerist þegar átsin fer við þig að slást.

En núna hefur líf mitt tekið snúnimg,
vandamálum breytt og sett í búning.
Núna veit ég hvernig lífið er,
Og lifi hvern þann dag sem að höndum ber.

Gengur vel og betur en gat ég vonað,
þann eina fundið sem að ofan kom að.
Inn í mitt brenglaða lif,
og fékk mig til að elska á ný.

Hann er alveg eins og ég
Hefur verið svikinn og særður mikið.

Þess vegna eigum við svona vel saman,
Dýrkum hvort annað og höfum voða gaman.
Ég óska apð einhver mér það gefi,
að þessi maður mína sálarangist sefi.

Það hefur hann sko gert og miklu meira,
þetta er þá ekki jafn slæmt og allir segja.

Höf: Lauddý Jó.
Eitt af mínum nýjustu, var að reyna að breyta aðeins um stíl en gekk ekki alveg, en allavega eitt af mínum góðu ljóðum.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Ást
Breyttir tímar
Veiðimaður hugans
Ekkert svar
Dauðinn
Enn einn dagur
Draumurinn
Framhjáhald
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið


[ Til baka í leit ]