23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Í dag kom haustið

Dagurinn í dag verður minning hjá mér
börnin dösuð og þreytt.
Haustið kallar og hugurinn fer
haustlitir og við erum eitt.

Ánægja skín úr augum bláum og brúnum
eins og náttúran sjálf sé við völd.
Í körfu röðum við kvistunum lúnum
kvöldum af barnanna hönd.

Karfan sjálf er sem konungsríki,
krakkanna hönd er svo mild.
Í körfunni er gleði og ástríki
sem tína má úr að vild.
Magnum
1972 -

Þetta ljóð er fyrir börnin mín, sem hafa jafn gaman af því og ég að skoða náttúruna. Þá sjaldan sem maður gefur sér tíma í það.


Ljóð eftir Magnum

Sætar eru syndirnar (2005-10-18)
Sonur minn Demantur
Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Þunglyndisvísur
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn


[ Til baka í leit ]