27. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
5 og 1/2 árs

fastur við gluggann
með hönd undir kinn
beinir hann sjónum
aftur og enn
langt út í alheimsins geim

í augunum tár
í brjóstinu þrá
hér aðeins hann
þar allt hitt

og náttmyrkrið sindrar
af stjörnuljósum
sem verða honum tákn
um fegurð og frið
þrátt fyrir allt
og fullkomið ævintýr

því hér - einmitt nú
í þessari andrá
opnast öll hlið
inn í ókunna vídd

þá lokar hann lófa
og strengir þess heit
að geyma það vel
að fela það hér
leyndarmál lífsins

því hann á það einn
- aðeins hann
og stjörnubjartur himinn


Ljóð eftir Sigurð Skúlason

5 og 1/2 árs (2007-05-03)
til ömmu
ekkert val (2007-06-19)
hve nær (2007-06-05)
hús við fjörð (2004-11-03)


[ Til baka í leit ]