27. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
til ömmu

það er hér sem ég finn
griðastað lífsins

ljósið sem klýfur skuggann
ylinn sem bræðir kulið

sólina sjálfa

og kyrrðin hér
lifir með mér
faðmurinn þinn stóri mjúki
hlýjan í líkamanum
brosið í augunum

það er hér sem ég finn
kærleika lífsins

hjá þér var ég
hjá þér er ég
einlægt


Ljóð eftir Sigurð Skúlason

5 og 1/2 árs (2007-05-03)
til ömmu
ekkert val (2007-06-19)
hve nær (2007-06-05)
hús við fjörð (2004-11-03)


[ Til baka í leit ]