5. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Veiðimaður hugans

Nóttin er svo dimm
Hverfur sólarljós
Andartak ég lít inn
En sé þá ekki neitt

Lítll strákur er hér
Býr í huga þér
Kíkir þig á
Þú veist ekki neitt

Gerir það sem ekki má
Lætur þig dreyma daginn á
En gengur hægum skrefum götuna
Á enda finnur skrítna þrá sem á leiðir þig til glötunar

Tekur heljartak
Hugsar fyrir þig afturábak
Hefur fangað huga þinn
Og segist vera allsnakinn

Gerir það sem ekki má
Lætur þig dreyma daginn á
En kreistir í lófa sér heila þinn
Og potar þar sínum fingrum inn

Telur sig vera veruna
Sem gengur manni í móðurstað
Komst alla leiðina hingað inn
Og segist vera besti vinur þinn

Vík nú burt úr huga mér
Ekkert ég get gefið þér
Af hverju komstu inn til mín
Og tókst sálina mína til þín

Ég get ekki lengur gert neitt
Hárið úfið og aldrei greitt
Vegna draugsins í höfði mínu
Sem ég sakna stundum pínu

Loksins í minni pokann hann lét
Og á endanum burtu vék
Ég var sundurtætt og slitin
Og brot úr heilanum af mér voru bitin
En ég reyni að hugsa ekki um það

Ég horfi bara fram og brosi
Tek hverja sekúndu sem ég hef
Og geri hana að minni

Enginn fær að festa mig aftur í svona fjötra.
bara kom..! hver og einn getur túlkað það á sinn hátt..!


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Ást
Breyttir tímar
Veiðimaður hugans
Ekkert svar
Dauðinn
Enn einn dagur
Draumurinn
Framhjáhald
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið


[ Til baka í leit ]