23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kennaraverkfall 2004

Ég er bara átt\'ára, í verkfalli ég er
Klukkan 10 á kvöldin í rúmið drösla mér
Enginn tekur eftir því hve seint á fætur fer
Því mamma og pabbi
er\'í vinnunni hjá sér.

Núðlusúp´í hádeginu og pizza oft á kvöldin.
Barnapían segir mér að fara inn til mín
Núðlusúp´í hádeginu og pizza oft á kvöldin.
Mamma er svo stressuð, hún ætt´að gæta sín.

Í sjö heilar vikur ég læri ekki neitt
kennarinn hann sagði mér þetta væri ekki neitt
Allir kæmu ánægðir í skólann aftur fljótt
en ég er ekki viss, því að þett´er frekar ljótt.

En þegar ég verð þrítugur og rifja upp það fer.
Þegar ég var í verkfalli og gerði margt af mér.
Það gerði mig að manni, því allt ég mátti þá.
Og lærði eitt og annað sem ei tíðkast okkur hjá.

Núðlusúp´í hádeginu og núðlusúp´á kvöldin.
Það var frekar einhæft, ég læra skyldi hér
Það endaði með því að ég tók af þeim öll völdin,
Því núðlusúpa er ekkert sérstök alveg ein og sér

Magnum
1972 -

Má syngja við lagið "Súrmjólk í hádeginu". Þetta er nú ekki alveg bókstaflegt, meira til gamans gert.


Ljóð eftir Magnum

Sætar eru syndirnar (2005-10-18)
Sonur minn Demantur
Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Þunglyndisvísur
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn


[ Til baka í leit ]