18. febrúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ást

Ég veit að þetta er ekki rétt
þessi tilfinning þessi sársauki
En það er þá bara ástin

Hún tekur og særir
En getur líka gefið og glatt
Hún er bara

Hún þroskar og fæðir
Hún kemur eða fer
Stundum stekkur hún á milli

Stundum langar hana að læra
Stundum getur hún bara grátið
Hún er sál tómsins

Hún vekur upp vonir og drauma
Hún flýgur um
Hún er verndarengill

Hún lýgur eða segir satt
Mjög oft dregur hún ályktanir
Þessi ást

Hún er eilíf
Hún kennir
Hún vakir en sefur aldrei

Hún er leiðangur
Hún er lærisveinn
Stundum er heit

Henni rignir niður
Eða jafnvel rennur
Kannski skín hún bara

Hver veit
Enginn á alveg eins ást
því hún velur sér fólkið
Þetta ljóð kom eftir að ég byrjaði með kærastanum mínum og lýsir því að ástin er til og hún sameinar þá sem að eiga saman með afli sínu.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Ást
Breyttir tímar
Veiðimaður hugans
Ekkert svar
Dauðinn
Enn einn dagur
Draumurinn
Framhjáhald
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið


[ Til baka í leit ]