9. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Breyttir tímar

Ein á ný,
Og gaman af því,
En langar að leika mér stundum

Sé sætan strák
Og fer í baklás
Hugsa strax, getur ei gengið

En fell á ný
Ekkert vit í því
Hve lengi þarf ég þess að gjalda

Sem fór í rúst
Sópað burtu með kúst
Sem gerðist þegar valdi ég ranga

Mig langar á ný
Að sjá falleg ský
Og svífa upp í loftrýmið mikla
Finna byrgðina á mér minnka

Koma að nýju niður
Með betri sál
Takast á við nýjar aðstæður
Finnst ég falleg og vera einhvers virði

Brosa og hlæja,
Gráta og syrgja
Gera öll lífsins verk

En það er svo
Að þetta ég fann
Og langar alls ekki til baka!
Fjallar einfaldlega um það hvernig maður getur látið neikvæðnina taka völdin en ef maður horfir með jákvæðum hugsunum á lífið þá getur það gefið manni svo mikið.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Ást
Breyttir tímar
Veiðimaður hugans
Ekkert svar
Dauðinn
Enn einn dagur
Draumurinn
Framhjáhald
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið


[ Til baka í leit ]