25. mars 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kannski á morgun.

Veruleikinn plokkar í mig við hvert tækifæri
bítur mig blíðlega
á meðan ég geng í svefni
yfir himinhvolfunum
get ég ekki sokkið

Stikkla á stóru stjörnunum núna
forðast að hrasa á þeim litlu

áður hræddist ég ekki fallið
því ég vissi að þú varst þar.

Vellíðan sem fylgir súrefnisleysinu
því þá gleymi ég tímanum

gleymi þér um stund
uns ég næ aftur andanum

sé jörðina í hillingum
fulla af minningum
brosmildum tálsýnum
sem ræna mig sönsunum

forvitinn hreyfi við skýjunum.


Ljóð eftir heimibjéjoð

Íslenskur Íslendingur.
Hugsanlegt.
Guðleysis hark
Kannski á morgun.
Mitt á milli.
Þangað til næst. (2005-12-11)
Endurhæfing/vinnsla.
Glóðin.
Daginn eftir.
Í dyragættinni.
Gamla gufan
Fyrir þann sem leitar hans


[ Til baka í leit ]