27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Einar ódrepandi

(sungið við Krummi svaf í klettagjá.)

Þótt ég gjarni vilji vel
velkominn er ekki\' í hel.
:Geng á vondum vegi.:

Rembist eins og rjúpan við
reykja mig í grafarfrið.
:Langt frá dánardegi.:

Kolsvart þá ég kaffi drekk
kannski nú á hjarta slekk.
:Hamast mest það megi.:

Æði þá í alkahól
andlit vísar móti sól.
:Minni frá mér fleygi.:

Vakna upp á vondum stað
vil ei meira tala\' um það.
:Sit ég þá og þegi.:

Best er kannski\' að koma sér
í kunningsskap við stórdíler.
:Sjaldan frá því segi.:


Ljóð eftir Ástu Svavars

Tilfinningagrafreitur
Einar ódrepandi
Hamingjan
Á stoppistöð
Úti á reginhafi
Kassinn
Litur ástarinnar
Sorgarrendur
Örvæntingarfull kona með flugbeittan hníf í hendi (2004-11-16)
Fiskiðjan \'93
Bergmál
Um nótt
Idíóskur andskoti
Skyndilega
Að morgni
Draugagangur í sálinni
Til þín (2005-10-03)
Björg


[ Til baka í leit ]