Þar sem börn féllu á víðavangi
stóð ég brosmildur og sólbrunninn.
Þar sem ég stóð lítill angi
og þar sem uppreisnin var unnin.
Þar gengu um túristar margir
hlaðnir myndavélum og sólarolíu.
Sumir voru léttir en aðrir argir
sem fengu ekki bjórana sína níu.
Nánast var öllum sama um fortíðina
og hugsuðu frekar um sólina skæru.
Litu svo sælir inn í framtíðina
og hvernig myndirnar á filmunni væru.
Ég gerði nákvæmlega eins og allir hinir
en las um þennan stað á leiðinni heim.
Á þessum stað þrifnuðust engir vinir
og sjálfur Guð gat ekki hjálpað þeim.
|