22. febrúar 2018
 





















Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hví er ég ekki þú

hvað er það sem greinir okkur að
erum við ekki öll eins
hvað er það sem gerir mig að mér
og afhverju ert þú ekki eins og ég

við erum samt öll eins
við erum eins uppbyggð
við komum eins í heiminn
við förum alveg eins útúr honum

hvað er það sem gerir okkur ... sérstök

er það, það sem við gerum
er það, það sem við segjum
er það hugurinn
eða
er það
hvernig við notum hjartað okkar
það er
hvernig við notum hjartað okkar



Kalmar
1982 -



Ljóð eftir Kalmar

Frá ást til ástar
Hví er ég ekki þú


[ Til baka í leit ]