21. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Tár

Ég finn hvernig hugur minn hvarflar til þín, ég hugsa um mjúka húð þína, augun og fallega brosið. Ég ligg á víglínunni og reyni að útiloka sársaukann í brjósti mér með því að hugsa um þig. Svart myrkrið gleypir mig, ásjóna stríðsins tekur sér mynd í huga mér sem tilgangslaus leikur valdasjúkra manna. Ég finn að ég er að deyja, salt tár rennur niður svit og blóðstorkinn vanga mér og mynd af þér er þú komst að kveðja mun alltaf fylgja mér. Beisk tárinn runnu niður vanga þinn er þú reyndir að hugga börnin, sú mynd er sem greypt í huga mér og mun fylgja mér inni svartnættið og um alla eilífð.

Agnes.Agnes
1985 -Ljóð eftir Agnesi Ósk Þorgrímsdóttur

Stjörnur
Tár
Þögla borgin
Ást
Blóð
Angist (2002-11-27)
Hafið
Þú og dauðinn (2002-08-09)
Lífið
Tómið
Langt í burtu (2003-01-16)
Ég hata fólk!
Glerbrot


[ Til baka í leit ]