20. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ást

Þegar ég geng um svartar götur,
í myrkrinu og einmanaleikanum
þá hugsa ég um þig, ást
þína, bros þitt og það sem við
áttum saman, þessa ást sem var
svo falleg og mjúk eins og lítið
barn.Ég finn sársaukann skerast
í hjarta mitt eins og hníf í
hvert sinn sem ég minnist þín.
Þessi fallegu augu sem ég minnist
sem mín eigin sem ég sé er ég lít
í spegil.Þegar ég kem að gröf
þinni rennur tár niður vanga minn
og ég hugsa um óréttlætið í þessum
heimi og formæli guði fyrir að leiða
þig undir hans verndarvæng, en um leið
þakka ég honum fyrir að leifa mér að
njóta ástar þinnar þennan stutta tíma
sem við áttum saman.

AgnesAgnes
1985 -Ljóð eftir Agnesi Ósk Þorgrímsdóttur

Stjörnur
Tár
Þögla borgin
Ást
Blóð
Angist (2002-11-27)
Hafið
Þú og dauðinn (2002-08-09)
Lífið
Tómið
Langt í burtu (2003-01-16)
Ég hata fólk!
Glerbrot


[ Til baka í leit ]