14. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Myllusteinn

Myllusteinn barnæskunnar
dregur mig niður í djúpið
en ég sporna við fótum

Hægt, ofurhægt og varlega
klóra ég mig upp mosagróinn
brunnvegginn

Treð tánum inn í sprungurnar
Ljóskeilan færist nær
og myllusteinninn léttist

Sólargeislarnir kitla
mig í nefið er ég klifra
yfir kantinn

Myllusteinn barnæskunnar
horfinn, gleymdur
og geymdur en aldrei grafinn
Trilla
1964 -Ljóð eftir Trillu

Myllusteinn
von
dimmir dagar
sveiflur (2005-02-13)
þögnin í hljóðinu
augnablikk
kynni
Tveir vatnsdropar


[ Til baka í leit ]