24. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN

Allt baðað sólskini.
Fólk á göngu.
Fjölskyldur í göngutúrum.
Eldra par með vinkonu,
hann með hatt hún með slæðu,
hin með kollu.
Par í bríma tekur heilan bekk.

Allt baðað sólskini.
Nefin snúa að geislunum.
Sum köld og eitt á eiginkonu.
Hendur í vösum.
Hendur í lófum.
Vettlingar á sumum.
Kræktir armar.

Allt baðað sólskini.
Önd í kafi.
Endur að synda.
Sjófuglar frekjast.
Svanir ekki komnir.
Smáfuglar tísta.
Allir eru fuglar.

Allt baðað sólskini.
Glerhöllin.
Glerhöllin sem gullhús.
Glerhöllin sem geislahús.
Glerhöllin er lokuð fram í maí.
Glerhöll úr kjólamynd.
Glerhöllin óraunveruleg, samt hér.

Allt baðað sólskini.
Par í bríma sem og annað.
Kræktir armar sem og annað.
Allir fuglar sem og annað.
Óraunveruleg höllin sem og annað.
Vonirnar sem og annað.
Við sem og annað.


Ljóð eftir Ásgeir Beinteinsson

LÍFIÐ
STJÓRNMÁLAMENN
TILGANGURINN
ÞROSKINN (2004-12-30)
SKÓLASTJÓRINN
VORIÐ Í REYKJAVÍK (2005-06-05)
NORÐURLJÓSIN (2006-10-10)
MAÐURINN Á HJÓLINU
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2002
FYRIR INGU (2004-12-16)
TIL KONU
GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN
NÚTÍMINN
GEGNSÝNI
UPPALANDINN
Unglingurinn (2005-01-14)
RITAÐAR HUGSANIR
GUÐ ER TIL (2005-09-06)
FIMMGANGUR (2005-01-31)
SPURNINGAR
STYTTAN
ÞUNGLYNDI
LÍFIÐ, TÍMINN OG ALDURINN
PÓLITÍKUSINN
PRÓFIÐ
TÍMINN VIÐ UPPELDISSTÖRF
BLÓMIN Í GARÐINUM
ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG (2005-04-18)
DÆMALAUS
JÓLALJÓS
PASSA AÐ LJÓSMYNDIR
68
VIÐ
LAUGAÐUR
ÓHEPPNA BARNIÐ
MANNLEGT EÐLI
Jólin 2004
JÓLIN 2005
LJÓÐRÆNAN Í MÉR
MAÐURINN
LANDSKEPPNIN
MERKIN MERKILEGU
HAMINGJAN (2006-02-03)
LÁTA AÐRA GUÐI Í FRIÐI (2007-11-30)
SUMARBLÓÐ


[ Til baka í leit ]