26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Friedrich Nietzsche með vasabókina sína á kaffihúsi

Maðurinn við næsta borð er líklega að kafna.
Hann blánar í framan, fellur á gólfið og engist
eins og maðkur á heitu járni.
Akurhænubiti er fastur í hálsinum á honum.
Dyrunum er svipt upp og inn stikar kona um
sextugt. Hún er klædd í silfraðan kjól og
hálsmálið er svo flegið og flaksandi að það glittir
í sogin brjóstin. Konan er drukkin og málningin
hefur runnið eins og aurskriða niður eftir
vöngunum. Hún slagar að líkinu á gólfinu og
virðir það fyrir sér smá stund, segir síðan: gvuð,
hann er dauður.

Þá set ég vasabókina í brjóstvasann, stend upp
og fer.
Úr bókinni Ást á grimmum vetri. Nykur, 1997. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigtrygg Magnason

Friedrich Nietzsche með vasabókina sína á kaffihúsi (2001-11-24)
Aldrei biður neinn að heilsa! (2001-12-10)
Herjólfur er hættur að elska (2002-12-04)


[ Til baka í leit ]