20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
ég er/ég var

ég er...
ímynduð rödd frá tunglsljósinu
spegla mig i skrifaða glugga hugans
í dag er ég viljastyrkur
sem hefur flúið myrkur
og hof sljóleikans
í dag er ég ljóð að myndast
út úr hughvarfi skuggans.

ég var...
afvegaleiddur skuggi sjálfs míns,
andi pípunnar sem leitaði á bakkann
niðrí fjöruna þar sem kistan
lá í fjörugrasinu.
veiddi kríuna kalda
og ruddi steinum ímyndunar,
hverfuls hugar annars hugar
annars vegar.

ég hef hvatt þig \"ég var\"!!!
því \"ég er\"...
í dag,...
án skuggans.Ljóð eftir Vilmar

ég er/ég var (2002-09-14)
Lótusblómið (2006-03-14)
ljóðahljóð (2002-07-18)


[ Til baka í leit ]