18. janúar 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
þriðjudagsmorgunn

ég ákvað í morgunn að fara ekki í skólann það var svo vond lykt af mér nennti ekki í sturtu. Svaf hjá honum í gær hlátur svaf í morgunn slef í eyranu á mér vakna. Stend upp pissa klæði mig. Í röndótta skyrtu pils lopasokka jakka stígvél tvö húfu. Græna húfu ofaná rautt hár undir úfið. Undan augu þreytt. Ljóðrænar hugsanir blá augu græn augu. Samruni út. Kveikjari síðasta sígarettan brennur upp í munnvikinu í þokunni. Stóru þokunni í hausnum á mér litlu þokunni úti klonk klonk stígvél. Kannski kaupi ég kók kannski sígarettur sest steingrindverk. Brotið á einum stað. Hæ. Lítill krakki vinkar út um glugga hrædd hleyp næstum sest. Í strætóskýli er að plata ekki að bíða eftir strætó bara of mikið. Nikótín. Kaupi kók og bland í poka fyrir hundrað og fimmtíukall alveg helling kvitta og stelpunni er alveg sama hvað ég heiti. Sleppi sígarettum vil ekki plata strætó aftur gæti orðið reiður nei. Marblettir einn tveir þrír fjórir álfilmupakkaðar gleðipillur í hvítu boxi. Blágræn hauskúpa berst við bleikt gúmmísvín á sænginni minni gulur hákarl. Stundum skil ég engann sopi kók. Stundum held ég að ég hafi ekki atkvæðisrétt. Sé ekki manneskja eitthvað annað með munstruð augu og lakkrísreimar sem ég tygg í smá bita fyrir bita og kyngi. Þegar enginn skilur mig.


glóra
1985 -Ljóð eftir glóru

áttamínúturyfirtólf (2005-03-19)
þeir vita sínu viti
fyrrverandifyrrverandi
þriðjudagsmorgunn


[ Til baka í leit ]