Bátinn minn hef ég dregið í land
því hann má ekki sigla í strand.
Þetta er orðinn vonlaus barátta
sem mun enda sem sorg án sátta.
Á slæmum stað er hún núna stödd
og að minni hálfu er hún nú kvödd.
Hún ætti að éta það sem úti frýs
því verri kostinn hún frekar kaus.
Ef hún kemur svo sár til baka
mun ég alls ekki við henni taka.
Heldur halda höfði mínu hátt
og hvísla sannleikanum að henni lágt.
Geng svo stoltur minn veg
og held áfram að vera ég.
|