Í hestarækt er best að vinna og vaka
og varla tími til að fá sér lögg.
Er tuskubellir taka skref til baka
tekur óðalsbóndinn á sig rögg.
Kjartan.
Sig í handarbökin naga núna
nóg er drasl í þeirra merahjörð.
Einar.
Nískan hefur marga snöru snúna
svona er það oft á vorri jörð.
Kjartan.
|