19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Dimmur dagur


Það er dimmur dagur og Drottinn ég spyr:
Hvers vegna vilt’ann við dauðans dyr?
Á hverju kvöldi fyrir ást okkar bað
Viltu ekki veit´onum samastað?

Án hans væri líf mitt svo dapurt og dautt
Hvorki hlátur né bros, það yrði ansi snautt
Ég má ekki við því að miss’ann mér frá
Því hann er jú líf mitt, allt sem ég á.

Við tvö erum ástin og ástin er eitt
Frá honum getur ei nokkur mig neytt
Ég bið þig að hlíf’onum, gefð´onum grið
Af einlægni sit ég, af einlægni bið.

Svo ljúfur maður á skilið að fá
Jörðina að bæta og lifa á
En ef þú vilt fá líf hans í gjald
Taktu mig með á dauðans vald

Ég myndi alls ekki yfir því kvarta
Ef bæði við hyrfum í hyldýpið svarta
Því við erum ástin og ástin er eitt
Svo taktu okkur bæði eða ekki neitt.
Þetta er lag, tileinkað ástinni í lífi mínu, þegar hann lá meðvitundarlaus milli heims og helju á hjartadeild Borgarspítalans.


Ljóð eftir Margréti Helgu

Falling inlove
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Litla gæsin
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Bara punktar
Ástarneisti


[ Til baka í leit ]