19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Til Halla

Barn undir belti ber ég nú
Orsök barnsins er nóttin sú
Er lostinn af okkur tók öll völd
Við elskuðumst ákaft, umrætt kvöld.

Hvað er til ráða? Spyr ég nú.
Er ég til í barneign og bú?
Efinn er stór hvort þú verðskuldir traust
Því mig í fyrra þú niður braust

Og ýmsar hef ég sögurnar heyrt
Sem fyrir þér gera hjarta mitt meyrt
Frá vörum þínum hef ég heyrt bull
Og frægðarsögur um áfengissull

En innst inni veit ég samt ei hvað þú hugsar
Á daginn þú lærir, um helgar þú slugsar...
Heit er ást þín á köldum bjór
En hvert er planið er verðuru stór?

Ég er kannski skrýtin en heit er mín þrá
Að skilja þig, sterkum tengslum að ná
Ég veit þér finnst ég falleg og flott
Og kynlífið okkar er meira en gott

En traustið er hins vegar óráðið mál
Mér finnst þú vera svo torráðin sál
Mína hrifningu fangar en einnig mig hræðir
Samtímis von og ótta þú glæðir

Er ég eignast barnið mun ég því allt gefa
Syngja í svefninn og ótta þess sefa
Mér er það mál að þú gerir það sama
Hvort sem að krílið er herra eða dama

Mér finnst þú fyndinn og mér finnst þú sætur
Sjálfsagt þú verður faðir ágætur
En oft ég ei skil það, hvernig þú lætur...
Verðuru til staðar er barn okkar grætur???


Ljóð eftir Margréti Helgu

Falling inlove
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Litla gæsin
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Bara punktar
Ástarneisti


[ Til baka í leit ]