19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ljáðu mér vængi

Ég sit hérna ein, við vol og vein
Hætti ekki að hugsa um þig
Ég einmana er, svo langt frá þér
Hvað verður nú um mig?

Ég veit að þú varst að gera rétt
Þú varðst að fara þessa ferð
En mig grunaði ekki, hve erfitt það yrði
Fara til þín ég verð

Ljáðu mér vængi
Því ég fljúga vil til þín
Ljáðu mér vængi
Svo ég komist til þín í kvöld

Hvert sem ég fer, í huga mér
Eru ástarorðin þín
Ég gleymi þér ei, fyrr ég dey
Hvar ertu nú ástin mín?

Ég veit að þú varst að gera rétt
þú varðst að fara þessa ferð
En mig grunaði ekki, hve erfitt það yrði
Fara til þín ég verð

Ljáðu mér vængi
Því ég fljúga vil til þín
Ljáðu mér vængi
Svo ég komist til þín í kvöld
Þetta er samið sem lag


Ljóð eftir Margréti Helgu

Falling inlove
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Litla gæsin
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Bara punktar
Ástarneisti


[ Til baka í leit ]