26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Grá sorg

Óskiljanleg veröld,
veröld sem stjórnað er utan frá

Yfir nýútsprungið, geislandi blóm fellur dimmur skuggi,
skuggi sem smátt og smátt eykst.

Mikil barátta og bjartsýni einkennir þetta blóm
en að lokum bugast það.
Skugginn nær að hylja það
og við hin horfum frosin á.

En lyktina af því finnum við enn,
heyrum enn smitandi hlátur þess
og fegurð þess gleymist aldrei.

Þetta tiltekna blóm kvaddi alltof fljóttsms
1983 -Ljóð eftir sms

Grá sorg


[ Til baka í leit ]