10. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Svífur í lausu lofti

Erum við að hugsa það sama?
Orðin svifu í lausu lofti
Þögn jafngildir samþykki.
Er þetta þá búið?
Hluti af mér hvarf
Ég varð tóm.

Reyndi að fylla upp í tómið
Sama hvað ég reyndi
Ekkert það fyllti.
Varð aðeins meira og meira
Ég sveif í lausu lofti
Að lokum lenti harkalega.

Brotin þeyttust út um allt
Út í buskann flugu
Svifu þar í lausu lofti.
Milli þeirra flaut ég
Teygði út hendurnar
Reyndi þeim að ná.

Með tímanum þeim náði
Raðaði þeim saman
Byggði mig upp.
Verkinu hef lokið
Ekkert svífur í lausu lofti
Ég er orðin heil.Jay
1985 -Ljóð eftir Jay

Svífur í lausu lofti


[ Til baka í leit ]