19. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Matreiðsla á hjarta hennar

Byrjaðu á því að traðka á hjarta hennar með skítugum skóm þínum.

Þjappaðu og stappaðu þangað til hún þolir ekki meira og grátbiður þig um að hætta.

Kreistu þá 10 lítra af tárum hennar í skál.

Leggðu hana svo alla á skurðbretti og skerðu hjarta hennar í örþunnar sneiðar þangað til hún missir alla virðingu fyrir sjálfri sér, en þráir þig í eilífri von um að þú verðir aftur eins og þegar þið kynntust fyrst.

Þegar hjarta hennar er orðið verulega aumt og bólgið, helltu þá tárum hennar yfir sneiðarnar, bættu við hálfri matskeið af blóði og hrærðu vel saman í þeytara.

Ath. Gott er að nota einnota hanska við þetta. Gættu vandlega að þurrka allar slettur jafnóðum upp og hafa hreint og snyrtilegt í kringum þig!

Fylling:
Gott er að fylla svo í hjartað með blýi og þungum steinum til að ná fram sem mestri þjáningu.

Steiktu allt saman á pönnu við hæsta hita. Best er að hafa hjartað útbrunnið.

Nuddaðu svo reglulega með salti, helst í hverjum mánuði.

Geymist í frystikistu eða þar sem börn og almenningur sjá ekki til...


Ljóð eftir Margréti Helgu

Falling inlove
Svikari
Tryggur Lífsförunautur
Dimmur dagur
Þú
Til Stebba
Ástin
Ein á báti
Vængbrotið fiðrildi
Mót straumi
Minningar
Hinu megin við dyrnar
Rólan
Sálarró
Skóli lífsins
Á eigin fótum
Öskrað gegnum þögnina
Veröld svört
Litla gæsin
Barátta réttlætisins
Stefnumót við Djöfulinn
Til Halla
Kveðjustund
Litli fugl
Why don´t you come back to me?
Ljáðu mér vængi
Skyndikynni
Kjötmarkaðurinn
Fyrir þér
Support
Djammvísa
Alein í myrkrinu
Matreiðsla á hjarta hennar
Lokuð sál
Bara punktar
Ástarneisti


[ Til baka í leit ]