30. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Andstæður

Ég gekk út á fagurgrænt,
brosandi túnið.
Fagrar, brosandi sóleyjar,
tóku fagnandi við mér.
Allt var umvafið friði.
Allt var svo fallegt.

Mér var litið yfir þreytta,
stirða götunna.
Stór, ógnandi háhýsi
horfðu á mig dramblátum augum.
Allt var heft truflun.
Allt var svo uppgefið.

Erna
1992 -Ljóð eftir Ernu

Áhyggjur (2005-05-23)
Hlátur
Draumur
Þú og ég
Hver
Gleði yfir þessum deigi
Til mömmu
Andstæður
Óttinn


[ Til baka í leit ]