9. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Tryggðarbönd

Tengjum saman tryggðarbönd
Thailands yfir höf og lönd
blómalands sem bíður mér
brosið þitt svo fallegt er.

Út á sjóinn er ég fer
elskan mín ég sakna þín
þá heima oft minn hugur er
hjá þér elsku ástin mín.

Ó hve dýrðar draumur er
dagur hver í örmum þér
hjarta úr gulli hefur þú
hrein og bein í lífsins trú.

Út á sjóinn er ég fer
elsku Kam ég sakna þín
þá heima oft minn hugur er
hjá þér elsku ástin mín.

Ljómar sól þín lífs um geim
og lýsir mér til þín heim
augu þín svo undur blíð
elska mun ég alla tíð.
Ort við snilldar lag Lennons "Jealous guy" með ósk um að höfundur fyrirgefi mér.


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi (2007-09-17)
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu. (2010-11-25)
Óður til æskustöðva (2008-10-08)
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi (2009-01-26)
Til mömmu
Tryggðarbönd
Minning.
Tréð mitt í garðinum (2008-05-20)
Nýtt líf
Jólavísa (2006-12-13)
Hjá þér ríkur ég er
Betra Líf
Hugleiðing sjóarans
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra (2010-03-26)
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn (2011-10-20)


[ Til baka í leit ]