12. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lífið í lit

Þegar þú ferð
vaknar von
um að allt
verði ókei

Hurð fellur að stöfum
hjartað missir slag
tíminn stendur kyrr
vindurinn kafnar
vatnið staðnar
flugan þagnar
orðin stama

Og mig minnir
að skóhljóð
frá tiplandi Kínaskóm
kveiki svart/hvíta þögn
þar til þú
- Garún Garún -
stingur lykli
í skrá mína
og lífið
kemur í litTannsi
1962 -Ljóð eftir Tannsa

Til skýja
Lífið í lit
Kutinn
Árás
Við gluggann


[ Til baka í leit ]