22. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Til skýja

Þú komst
eins og vorið
með ilm
af regnvotum strætum
þegar hjartað
var opið
og tómt

Ég man
þegar við strukum
hvort inn í annað
og þú sofnaðir
með koss minn
á vanga

Þú varst vonin
sem hjartað vakti
og það glitrar
á ástir regnbogans
í augum þínum

Garún Garún taktu mig
og berðu mig upp til skýjaTannsi
1962 -Ljóð eftir Tannsa

Til skýja
Lífið í lit
Kutinn
Árás
Við gluggann


[ Til baka í leit ]