26. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Endurminning kennarans

Ég man
tannlaus brosin
tindrandi augun
og tíumilljón spurningar.
Ég man
hlýjar barnshendur
húfuklædd höfuð
og hjartanlegan hlátur.
Ég man
barnslegu einlægnina
blikandi stoltið
og bekkjarkvöldin.
Ég man
sex ára svipinn
sjö ára flissið
og skólatöskur í gúmmístígvélum.
Ég man
krummafót
kríuegg
og kátustu krakkana.

Ég man
að ég ætlaði
að kenna ykkur
svo margt.
Hvað, man ég ekki lengur.
Það eina
sem ég man
er það sem þið
kennduð mér.Anna Þóra
1963 -Ljóð eftir Önnu Þóru

stunga
Stjörnuskrjáf (2004-11-24)
orsök
brot (2003-07-08)
Hækur (2004-01-28)
Kyrrð (2003-07-28)
Hækur 2 (2004-11-17)
Fall (2006-08-04)
Orðið
Suð (2004-07-09)
húsblús
kabárutfa
Tilviljun eða grís? (2004-06-18)
Um fjöll
Saga úr umferðinni
frelsi
Lofbogi
Lygavefur (2004-10-07)
Skýrás
Styrkur
X
Tiltekt (2004-12-22)
Skoskur leigumorðingi? (2005-01-09)
Blik
Endurminning kennarans (2005-06-17)
Án ábyrgðar (2005-04-03)
Sannalegar sannar lygar
Umsátur um ást
Múrverk
Klifur
Fífillinn
minningarnar einar
bilin (2008-01-06)
Bítl
Til mömmu
Leikur
Jól - enn á ný
Ok
Kvín-bí
Kreppa
Himnasæla


[ Til baka í leit ]