24. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Styrjöld

Heim gengur Tinni, tindátinn,
staðfastur.
Rakinn hjúpar hann ringlaðan.
Hneggjandi hljóð undir fæti.
Og hvað?! og hvað?!
Stál?
Stál sem stingur í augun.
Og hvað?! og hvað?!
Dynjandi taktur hífur mig upp.
bleik móða eða ský?
Bæði,
rós sem fitjar uppá nefið
og hvítur, skjanna.
Meir skjanna en heilagt ljós?
Nei.


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn


[ Til baka í leit ]