Þitt óðal er úthaf
þinn andi land.
Gimsteina gaf
í gróður og sand.
Lofsungin leið
leysti þín bönd.
Í birtingu beið
brimið við strönd.
Gatan er gróin
gömul en bein.
Söngva við sjóinn
skildum við ein.
Byr fær er bíður
blíð er dagsbrún.
Yfir sæina sígur
síðnæturhúm.
|