16. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Játning

Ég játa til feðra minna
syndir mínar
sem eins og skörðóttur hnífur
hafa bitið á sköpun almættisins
og sem eitur
hafa deytt fögur blóm
er döfnuðu á grundu móður minnar

Eitt örsmátt tár
get ég gefið í staðinn
en hver er sú bót

Mínum síðasta blóðdropa
heiti ég
en hver er sú bót

Getur einhver sagt mér
hvar ég beygði af leið


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Endurfæðing
Játning
Skömm (2006-03-22)
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?


[ Til baka í leit ]