16. september 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sumarnótt

Sólu særinn skýlir,
síðust rönd er byrgð,
hýrt á öllu hvílir
heiðrík aftankyrrð.
Ský með skrúða ljósum
skreyta vesturátt,
glitra gulli og rósum,
glampar hafið blátt.

Stillt með ströndum öllum
stafar vog og sund,
friður er á fjöllum,
friður er á grund;
heyrist fuglkvak hinsta,
hljótt er allt og rótt,
hvíl þú hug minn innsta,
himnesk sumarnótt.


Ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson

Augun bláu (2001-11-22)
Við hafið (2002-02-27)
Vetur (2002-03-11)
Verndi þig englar (2003-01-11)
Kveðja (2002-11-20)
Sorg og viska (2003-03-24)
Haustkvöld (2003-11-02)
Heilræðastökur (2003-10-31)
Draumur hjarðsveinsins (2004-08-01)
Grafskrift svefnpurkunnar (2005-08-01)
Mótsagnir (2005-08-15)
Sumarnótt (2005-08-03)
Kirkja vorsins (2005-08-29)


[ Til baka í leit ]