14. apríl 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ég vildi feginn verða að ljósum degi

Ég vildi feginn verða að ljosum degi,
en vera stundum myrk og þögul nótt;
þá væri eg leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki eg faðmi þá þú svæfir rótt.
Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast
og o´ní gröf ég með þér færi seinast.

Og þá menn læstu líkkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn,
(því mannlegur ei meinað getur kraftur
að myrkrið komi í grafarhúmið inn),
ég vefðist um þig, væri í faðmi þínum,
unz vekti eg þig með ljósgeyslunum mínum.Páll Ólafsson
1827 - 1905Ljóð eftir Pál Ólafsson

Tíminn (2002-03-05)
Sumarkveðja (2005-09-07)
Lífs er orðinn lekur knör (2003-03-20)
Fangelsi (2005-08-13)
Haustið (2005-08-27)
Lóan er komin (2005-09-15)
Ragnhildur (2003-11-04)
Án titils (2003-11-18)
Þögul Nóttin (2005-11-04)
Ég vildi feginn verða að ljósum degi (2005-08-26)
Lausavísur (2005-07-18)


[ Til baka í leit ]